Viðskipti innlent

Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play

Árni Sæberg skrifar
Rekstur Play var stöðvaður í gær og í dag var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta.
Rekstur Play var stöðvaður í gær og í dag var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta. Vísir/Vilhelm

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins.

Stefán Reykjalín lögmaður, sem lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti fyrir hönd Play, staðfestir í samtali við Vísi að fallist hafi verið á beiðnina.

Heimildir Vísis herma að Arnar Þór og Unnur hafi verið skipuð skiptastjórar en heimild er í lögum um gjaldþrotaskipti og fleira til þess að skipa tvo skiptastjóra ef sýnt þykir að störf skiptastjóra verði umfangsmikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×