Hrun í makríl og kolmunna Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 14:36 Makrílstofninn fer minnkandi. Vísir/Arnar Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld. Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf. Sjávarútvegur Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf.
Sjávarútvegur Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira