Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2025 15:00 José Mourinho faðmaði þessa konu sem hann þekkti vel frá því þegar þau voru bæði starfsmenn á Brúnni. Getty/Alex Broadway José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Eftir að Mourinho var rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi fékk hann strax nýtt tækifæri þegar hans gamla félag Benfica, þar sem Portúgalinn hóf stjóraferilinn um aldamótin, hafði samband. Aðeins tólf dagar eru síðan Mourinho tók við Benfica og nú er hann mættur á sinn gamla heimavöll með liðið í Meistaradeildinni, í leik sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport 3. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Óhætt er að segja að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Mourinho kom á blaðamannafundinn í gær, þar sem hann sást knúsa gamalt samstarfsfólk innilega. Vissulega er langt um liðið síðan hann stýrði Chelsea, árin 2004-07 og svo aftur 2013-15, en eftir standa þrír Englandsmeistaratitlar, þrír deildabikarmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill. Jose Mourinho bumped into a long-time Chelsea member of staff on his return to Stamford Bridge 💙 pic.twitter.com/9GyO1S08f1— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 30, 2025 Mourinho var á fundinum í gær spurður á portúgölsku út í myndirnar af honum í salnum, eftir Englandsmeistaratitlana þrjá, og svaraði þá: „Ég er ekki blár lengur, ég er rauður núna og vil vinna,“ svaraði Mourinho en þegar leið á fundinn kom þó betur í ljós hve annt honum er um tímann hjá Chelsea: „Ég verð alltaf blár. Ég er hluti af þeirra sögu. Þau eru hluti af minni sögu. Ég hjálpaði þeim að verða að stærra Chelsea. Og þeir hjálpuðu mér að verða stærri José. Þegar ég segi að ég sé ekki blár er ég bara að tala um starfið sem ég á fyrir höndum [í kvöld],“ sagði Mourinho sem samkvæmt BBC lagði sig allan fram við að ræða við fólkið sem hann þekkti á Brúnni og gaf sér góðan tíma til þess.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira