Innlent

Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og stranda­glópar í Leifs­stöð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum okkar verður mesta púðrið sett í umfjöllun um endalok flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í morgun. 

Fregnirnar komu mörgum á óvart þótt óveðursskýin hafi vissulega hrannast upp yfir félaginu undanfarið. Við ræðum við forstjóra félagsins og starfsfólk um tíðindin. 

Þá tökum við strandaglópa í Leifsstöð tali en fjölmargir áttu bókað far með félaginu sem ekkert verður nú af. 

Einnig verður rætt við formann Neytendasamtakanna um hvað viðskiptavinir Play eiga nú að gera til að fá farmiða sína endurgreidda auk þess sem við ræðum við ráðherra um tíðindi dagsins.

Í sportpakka dagsins verður aðal áherslan á Ryder Cup í golfi sem lauk í gær í gríðarlegri spennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×