Hefur enga trú lengur á Amorim Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:31 Það gengur hvorki né rekur hjá Ruben Amorim og kallað er eftir brottrekstri hans, innan við ári eftir að hann tók við Manchester United. Getty/Justin Setterfield Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira