Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:00 Michael van Gerwen er einn fremsti pílukastari heims. Getty/Lewis Storey Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Sjá meira
Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Sjá meira