Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Siggeir Ævarsson skrifar 28. september 2025 22:27 Leikmenn ÍR meðan allt lék í lyndi Instagram@ir_mflkvk Leikmenn meistaraflokks ÍR í kvennaknattspyrnu hafa ákveðið að yfirgefa liðið allir sem einn en leikmennirnir tilkynntu um ákvörðun sína á Instagram í kvöld. Þjálfurum liðsins var sagt upp störfum í síðustu viku og var það að sögn leikmannanna kornið sem fyllti mælinn eftir langvarandi sinnu- og virðingarleysi. „Í síðustu viku tilkynntu Egill og Kjartan okkur að stjórn knattspyrnudeildar ÍR hafi nýtt sér riftunarákvæði í samningum þeirra. Þessar fréttir voru kornið sem fyllti mælinn. Sinnuleysi, metnaðarleysi og virðingaleysið sem flokknum hefur verið sýnt hefur leitt til þess að við munum ekki spila fyrir ÍR á næstu leiktíð og snúum okkur til annarra félaga.“ View this post on Instagram A post shared by ÍR_mflkvk (@ir_mflkvk) ÍR lék í sumar í 2. deild þar sem liðið endaði í 10. sæti af tólf liðum. Lokahóf knattspyrnudeildar ÍR fór fram í gærkvöldi en leikmenn meistaraflokks kvenna sniðgengu þann viðburð. Samkvæmt heimildum Vísis héldu þær þess í stað sitt eigið lokahóf. Samkvæmt sömu heimildum fóru leikmenn á fund með stjórn knattspyrnudeildar ÍR í dag en hann hafi valdið miklum vonbrigðum. Stjórn Knattspyrnudeildar ÍR gaf fyrr í kvöld út yfirlýsingu á Facebook sem er svohljóðandi. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍR vill upplýsa félagsmenn, leikmenn og stuðningsfólk um að unnið er hörðum höndum að því að styrkja og efla kvennastarf félagsins. Sjálfboðaliðar, stjórn og meistaraflokksráð vinna saman að því að skapa sem bestu umgjörð fyrir liðið til framtíðar. Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna verður kynntur fljótlega og við hlökkum til að hefja nýtt og spennandi tímabil með okkar efnilegu og öflugu ÍR-ingum. Það eru sannarlega bjartir tímar framundan í Breiðholtinu.“ Lokað er fyrir athugasemdir við færsluna sem og aðrar nýjar færslur eins og um lokahófið, eftir óánægjuraddir í kommentakerfinu með þróun mála hjá meistaraflokki kvenna. Leikmenn sendu aðalstjórn ÍR bréf í kjölfar þess að þeir Kjartan Stefánsson og Egill Sigfússon voru leystir frá störfum sem þjálfarar liðsins. MBL greindi fyrst frá en Vísir hefur bréfið undir höndum og er það birt hér í heild sinni að neðan. Til aðalstjórnar Íþróttafélags Reykjavíkur Miðvikudaginn 24. september 2025 var okkur leikmönnum meistaraflokks kvenna hjá ÍR tilkynnt að samningi við þjálfarana okkar hafi verið rift. Fregnirnar komu okkur virkilega á óvart og vorum við bæði sárar og reiðar, enda á metnaðarfullri vegferð sem við leikmenn höfðum trú á að gæti komið ÍR á þann stað sem meistaraflokkur kvenna hjá ÍR á að vera á. En þegar við lítum til baka, þá er þetta virðingarleysi stjórnarinnar í garð okkar algjörlega í takt við það sem hefur viðgengst undanfarin ár. Eftir tímabilið 2023 ríkti mikil gleði í neðra Breiðholti enda höfðu bæði meistaraflokkur karla og kvenna tryggt sér sæti í Lengjudeildunum að ári. Síðan þá virðist allt hafa farið upp á við hjá karlaliðinu, en niður á við hjá kvennaliðinu. Lykilleikmenn með reynslu úr Lengjudeild voru sóttir til að efla karlaliðið, á meðan við misstum aðstoðarþjálfarann okkar og vorum einungis með einn þjálfara allt síðasta tímabil. Liðið fékk lítinn stuðning frá knattspyrnudeild og árangurinn í Lengjudeild varð eftir því, og við föllum aftur. Leikmenn voru samningslausir og stjórnin gerði ekkert til þess að fá lykilleikmenn í liðinu til að halda tryggð við félagið og styðja við að það að komast aftur upp í Lengjudeild. Á sama tíma berast fréttir, hver af annarri, af því að lykilleikmenn og tryggir ÍR-ingar í karlaliðinu hafi samið við ÍR. Þakkirnar til okkar sem héldum tryggð við félagið voru ekki meiri en að það voru ekki einu sinni teknar myndir af okkur. Á þessum tímapunkti voru sex leikmenn liðsins eftir í ÍR og eðli málsins samkvæmt var liðið komið á algjöran byrjunarreit og gengi sumarsins eftir því. En þarna voru þó bjartir tímar framundan, því stjórnin hafði samið við frábæra þjálfara sem höfðu metnað og áætlun um það hvernig við gætum komið ÍR á þann stað sem við teljum félagið eiga heima. Þetta er í raun og veru allt og sumt og lítið annað hefur verið gert fyrir okkur síðan árið 2023. Nýir leikmenn fengu ekki æfingaföt fyrr en um mitt sumar, umfjöllun um liðið var nánast engin (áhugasamir geta skoðað samfélagsmiðla ÍR (íspinnar voru betur auglýstir en við, sjón er sögu ríkari)), ef það voru ekki við sem sáum um það sjálfar. Við sáum um að samið væri við sjúkraþjálfara og umgjörð á leikjum var mjög ábótavön, sérstaklega sé hún borin saman við leiki karlaliðsins. Við höfum látið ýmislegt yfir okkur ganga en nú er mælirinn fullur! Eftir að stjórn knattspyrnudeildar rak þjálfarana okkar, að þeirra sögn vegna rekstrarkostnaðar, stöndum við á núllpunkti, þjálfaralausar með óvissu um hvernig þjálfun verður hagað í vetur, engin markmið og ekkert plan. Þeir ráku einu einstaklingana innan félagsins sem höfðu metnað, vilja og trú á því að ÍR gæti átt gott og samkeppnishæft kvennalið í næstefstu deild á næstu 3 árum. Við látum ekki bjóða okkur upp á þetta lengur enda á misrétti sem þetta ekki að líðast árið 2025! Í þessu sambandi viljum við minna aðalstjórn ÍR á að í siðareglum okkar eigin félags kemur fram að ekki skuli gerður greinarmunur á aðbúnaði i kvenna og karlaflokkum. Þá má einnig horfa til skýrra ákvæða um jafnréttismál í jafnréttisstefnu KSÍ, stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum (samþykkt 15. janúar 2019) þar sem sérstaklega er fjallað um jafnréttismál í jafnréttisstefnu ÍBR (samþykkt 4. desember 2019). Þá má draga í efa að bakhjarlar og styrktaraðilar félagsins muni vilja tengja sig við íþróttafélag sem brýtur jafn freklega á jafnrétti og raunin er hjá ÍR. Ef ekki verður farið í rótækar breytingar, þar sem þið getið lofað okkur í samningi að okkur verði sinnt, við fáum þjálfarana okkar, sem voru reknir í ENGU samráði við okkur, þvert á vilja leikmanna og umgjörð og aðstaða verði nákvæmlega til jafns við það sem gerist hjá karlaliðinu, þá förum við allar. Í leyfisreglugerð KSÍ (útgáfu 5.4., grein 21) kemur fram að öll félög sem taka þátt í efstu deild karla skulu einnig halda úti liði í meistaraflokki kvenna (og yngri flokkum). Ef ÍR kemst upp í efstu deild karla, þá er þetta ekki eingöngu spurning um sjálfsagt jafnrétti heldur einnig um framtíð félagsins í fótbolta. Við viljum trúa því að á árinu 2025, þegar ÍSÍ gengur á undan með góðu fordæmi með átakinu marserað fyrir jafnrétti í íþróttum, standi Íþróttafélag Reykjavík undir samfélagslegri ábyrgð sinni í jafnréttismálum og bregðist við á skjótan og öruggan hátt. Við brýnum ykkur til góðra verka í þágu félagsins og framtíðar þess og leyfum okkur að lokum að vitna í orð Willlum Þórs Þórssonar forseta ÍSÍ: „Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.“ Við krefjumst þess að okkur verði kynnt framtíðarlausn á málum meistaraflokks kvenna hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur næstkomandi mánudag, 29.september 2025, þar sem full jafnræðis er gætt á milli kvenna og karla hjá félaginu. Með kveðju Leikmenn meistaraflokks kvenna, Alexandra Austmann Emilsdóttir Ásdís Aþena Magnúsdóttir Ásdís María Frostadóttir Ásta Hind Ómarsdóttir Birta Rún Össurardóttir Catarina Lima Dagný Rut Imsland Daníela Hjördís Magnúsdóttir Emma Sigurðardóttir Elísabet Ósk Ólafíudóttir Freyja Ósk Axelsdóttir Gná Elíasdóttir Hafdís María Einarsdóttir Helga Kristinsdóttir Kamilla Gísladóttir Kolbrún Arna Káradóttir Laufey Sverrisdóttir Sandra Dögg Bjarnadóttir Sara Rós Sveinsdóttir Sigríður Dröfn Auðunsdóttir Sigríður Salka Ólafsdóttir Sigrún Pálsdóttir Steinunn Lind Hróarsdóttir Suzanna Sofía Palma Rocha Þórdís Helga Ásgeirsdóttir Fótbolti ÍR Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Þjálfurum liðsins var sagt upp störfum í síðustu viku og var það að sögn leikmannanna kornið sem fyllti mælinn eftir langvarandi sinnu- og virðingarleysi. „Í síðustu viku tilkynntu Egill og Kjartan okkur að stjórn knattspyrnudeildar ÍR hafi nýtt sér riftunarákvæði í samningum þeirra. Þessar fréttir voru kornið sem fyllti mælinn. Sinnuleysi, metnaðarleysi og virðingaleysið sem flokknum hefur verið sýnt hefur leitt til þess að við munum ekki spila fyrir ÍR á næstu leiktíð og snúum okkur til annarra félaga.“ View this post on Instagram A post shared by ÍR_mflkvk (@ir_mflkvk) ÍR lék í sumar í 2. deild þar sem liðið endaði í 10. sæti af tólf liðum. Lokahóf knattspyrnudeildar ÍR fór fram í gærkvöldi en leikmenn meistaraflokks kvenna sniðgengu þann viðburð. Samkvæmt heimildum Vísis héldu þær þess í stað sitt eigið lokahóf. Samkvæmt sömu heimildum fóru leikmenn á fund með stjórn knattspyrnudeildar ÍR í dag en hann hafi valdið miklum vonbrigðum. Stjórn Knattspyrnudeildar ÍR gaf fyrr í kvöld út yfirlýsingu á Facebook sem er svohljóðandi. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍR vill upplýsa félagsmenn, leikmenn og stuðningsfólk um að unnið er hörðum höndum að því að styrkja og efla kvennastarf félagsins. Sjálfboðaliðar, stjórn og meistaraflokksráð vinna saman að því að skapa sem bestu umgjörð fyrir liðið til framtíðar. Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna verður kynntur fljótlega og við hlökkum til að hefja nýtt og spennandi tímabil með okkar efnilegu og öflugu ÍR-ingum. Það eru sannarlega bjartir tímar framundan í Breiðholtinu.“ Lokað er fyrir athugasemdir við færsluna sem og aðrar nýjar færslur eins og um lokahófið, eftir óánægjuraddir í kommentakerfinu með þróun mála hjá meistaraflokki kvenna. Leikmenn sendu aðalstjórn ÍR bréf í kjölfar þess að þeir Kjartan Stefánsson og Egill Sigfússon voru leystir frá störfum sem þjálfarar liðsins. MBL greindi fyrst frá en Vísir hefur bréfið undir höndum og er það birt hér í heild sinni að neðan. Til aðalstjórnar Íþróttafélags Reykjavíkur Miðvikudaginn 24. september 2025 var okkur leikmönnum meistaraflokks kvenna hjá ÍR tilkynnt að samningi við þjálfarana okkar hafi verið rift. Fregnirnar komu okkur virkilega á óvart og vorum við bæði sárar og reiðar, enda á metnaðarfullri vegferð sem við leikmenn höfðum trú á að gæti komið ÍR á þann stað sem meistaraflokkur kvenna hjá ÍR á að vera á. En þegar við lítum til baka, þá er þetta virðingarleysi stjórnarinnar í garð okkar algjörlega í takt við það sem hefur viðgengst undanfarin ár. Eftir tímabilið 2023 ríkti mikil gleði í neðra Breiðholti enda höfðu bæði meistaraflokkur karla og kvenna tryggt sér sæti í Lengjudeildunum að ári. Síðan þá virðist allt hafa farið upp á við hjá karlaliðinu, en niður á við hjá kvennaliðinu. Lykilleikmenn með reynslu úr Lengjudeild voru sóttir til að efla karlaliðið, á meðan við misstum aðstoðarþjálfarann okkar og vorum einungis með einn þjálfara allt síðasta tímabil. Liðið fékk lítinn stuðning frá knattspyrnudeild og árangurinn í Lengjudeild varð eftir því, og við föllum aftur. Leikmenn voru samningslausir og stjórnin gerði ekkert til þess að fá lykilleikmenn í liðinu til að halda tryggð við félagið og styðja við að það að komast aftur upp í Lengjudeild. Á sama tíma berast fréttir, hver af annarri, af því að lykilleikmenn og tryggir ÍR-ingar í karlaliðinu hafi samið við ÍR. Þakkirnar til okkar sem héldum tryggð við félagið voru ekki meiri en að það voru ekki einu sinni teknar myndir af okkur. Á þessum tímapunkti voru sex leikmenn liðsins eftir í ÍR og eðli málsins samkvæmt var liðið komið á algjöran byrjunarreit og gengi sumarsins eftir því. En þarna voru þó bjartir tímar framundan, því stjórnin hafði samið við frábæra þjálfara sem höfðu metnað og áætlun um það hvernig við gætum komið ÍR á þann stað sem við teljum félagið eiga heima. Þetta er í raun og veru allt og sumt og lítið annað hefur verið gert fyrir okkur síðan árið 2023. Nýir leikmenn fengu ekki æfingaföt fyrr en um mitt sumar, umfjöllun um liðið var nánast engin (áhugasamir geta skoðað samfélagsmiðla ÍR (íspinnar voru betur auglýstir en við, sjón er sögu ríkari)), ef það voru ekki við sem sáum um það sjálfar. Við sáum um að samið væri við sjúkraþjálfara og umgjörð á leikjum var mjög ábótavön, sérstaklega sé hún borin saman við leiki karlaliðsins. Við höfum látið ýmislegt yfir okkur ganga en nú er mælirinn fullur! Eftir að stjórn knattspyrnudeildar rak þjálfarana okkar, að þeirra sögn vegna rekstrarkostnaðar, stöndum við á núllpunkti, þjálfaralausar með óvissu um hvernig þjálfun verður hagað í vetur, engin markmið og ekkert plan. Þeir ráku einu einstaklingana innan félagsins sem höfðu metnað, vilja og trú á því að ÍR gæti átt gott og samkeppnishæft kvennalið í næstefstu deild á næstu 3 árum. Við látum ekki bjóða okkur upp á þetta lengur enda á misrétti sem þetta ekki að líðast árið 2025! Í þessu sambandi viljum við minna aðalstjórn ÍR á að í siðareglum okkar eigin félags kemur fram að ekki skuli gerður greinarmunur á aðbúnaði i kvenna og karlaflokkum. Þá má einnig horfa til skýrra ákvæða um jafnréttismál í jafnréttisstefnu KSÍ, stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum (samþykkt 15. janúar 2019) þar sem sérstaklega er fjallað um jafnréttismál í jafnréttisstefnu ÍBR (samþykkt 4. desember 2019). Þá má draga í efa að bakhjarlar og styrktaraðilar félagsins muni vilja tengja sig við íþróttafélag sem brýtur jafn freklega á jafnrétti og raunin er hjá ÍR. Ef ekki verður farið í rótækar breytingar, þar sem þið getið lofað okkur í samningi að okkur verði sinnt, við fáum þjálfarana okkar, sem voru reknir í ENGU samráði við okkur, þvert á vilja leikmanna og umgjörð og aðstaða verði nákvæmlega til jafns við það sem gerist hjá karlaliðinu, þá förum við allar. Í leyfisreglugerð KSÍ (útgáfu 5.4., grein 21) kemur fram að öll félög sem taka þátt í efstu deild karla skulu einnig halda úti liði í meistaraflokki kvenna (og yngri flokkum). Ef ÍR kemst upp í efstu deild karla, þá er þetta ekki eingöngu spurning um sjálfsagt jafnrétti heldur einnig um framtíð félagsins í fótbolta. Við viljum trúa því að á árinu 2025, þegar ÍSÍ gengur á undan með góðu fordæmi með átakinu marserað fyrir jafnrétti í íþróttum, standi Íþróttafélag Reykjavík undir samfélagslegri ábyrgð sinni í jafnréttismálum og bregðist við á skjótan og öruggan hátt. Við brýnum ykkur til góðra verka í þágu félagsins og framtíðar þess og leyfum okkur að lokum að vitna í orð Willlum Þórs Þórssonar forseta ÍSÍ: „Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.“ Við krefjumst þess að okkur verði kynnt framtíðarlausn á málum meistaraflokks kvenna hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur næstkomandi mánudag, 29.september 2025, þar sem full jafnræðis er gætt á milli kvenna og karla hjá félaginu. Með kveðju Leikmenn meistaraflokks kvenna, Alexandra Austmann Emilsdóttir Ásdís Aþena Magnúsdóttir Ásdís María Frostadóttir Ásta Hind Ómarsdóttir Birta Rún Össurardóttir Catarina Lima Dagný Rut Imsland Daníela Hjördís Magnúsdóttir Emma Sigurðardóttir Elísabet Ósk Ólafíudóttir Freyja Ósk Axelsdóttir Gná Elíasdóttir Hafdís María Einarsdóttir Helga Kristinsdóttir Kamilla Gísladóttir Kolbrún Arna Káradóttir Laufey Sverrisdóttir Sandra Dögg Bjarnadóttir Sara Rós Sveinsdóttir Sigríður Dröfn Auðunsdóttir Sigríður Salka Ólafsdóttir Sigrún Pálsdóttir Steinunn Lind Hróarsdóttir Suzanna Sofía Palma Rocha Þórdís Helga Ásgeirsdóttir
Fótbolti ÍR Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira