Innlent

Jónína vill taka við af Ás­mundi Einari

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Jónína Brynjólfsdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður.
Jónína Brynjólfsdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður.

Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október.

Jónína er oddviti Framsóknar í Múlaþingi og vermdi auk þess þriðja sæti framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn og hefur tvisvar tekið sæti á alþingi sem varaþingmaður.

„Flokkurinn stendur nú á tímamótum. Fylgi okkar hefur sveiflast og við höfum misst tengsl við kjósendur sem áður voru sterk. Nú liggja okkar áskoranir og tækifæri í því að efla innviði flokksins og færa hann nær fólkinu á ný,“ segir Jónína í færslu á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hún tilkynnti um framboðið.

Jónína segir að stærsta verkefnið fyrir komandi vetur séu sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

„Þar reynir á skipulag, undirbúning og samstöðu flokksins. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að styðja listana og félög við undirbúning, vinna að því að miðla reynslu milli svæða og tryggja listarnir hafi þau verkfæri sem þarf til að ná árangri.“

„Með öflugri rót á sveitarstjórnarstigi tryggjum við sterka framtíð Framsóknar.“

Sjá færsluna í heild sinni hér:


Tengdar fréttir

Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin

Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×