Enski boltinn

Palmer frá næstu þrjár vikurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar að hvíla Cole Palmer næstu þrjár vikurnar.
Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar að hvíla Cole Palmer næstu þrjár vikurnar. epa/PETER POWELL

Cole Palmer, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Palmer fór af velli í fyrri hálfleik í tapinu fyrir Manchester United, 2-1, á laugardaginn. Meiðsli í nára tóku sig aftur upp hjá honum.

Á blaðamannafundi í dag sagði Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, að Palmer yrði hvíldur fram að landsleikjahléinu í næsta mánuði. Chelsea-menn vonast til að Palmer verði klár í slaginn eftir það.

Chelsea mætir Brighton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og Benfica í Meistaradeild Evrópu fyrir landsleikjahléið. Þar mætir England Wales og Lettlandi.

Varnarmaðurinn Tosin Adarabioyo verður einnig frá vegna meiðsla þar til eftir landsleikjahléið.

Chelsea mætir Brighton klukkan 14:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×