Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 13:39 Freyr Alexandersson er mættur með Brann í sjálfa Evrópudeildina. Mynd: Brann SK Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK. Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira