Enski boltinn

Velskur slagur og meistarar mætast í sex­tán liða úr­slitum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Liverpool tekur á móti Crystal Palace og fær tækifæri til að hefna fyrir tapið í Samfélagsskildinum.
Liverpool tekur á móti Crystal Palace og fær tækifæri til að hefna fyrir tapið í Samfélagsskildinum. Clive Mason/Getty Images

Dregið var í fjórðu umferð, sextán liða úrslit, enska deildabikarsins eftir að þriðja umferðin kláraðist í kvöld. Fjórir úrvalsdeildarslagir og velskur slagur eru meðal annars á dagskrá.

Sextán liða úrslitin verða spiluð í vikunni sem hefst þann 27. október.

Englandsmeistarar Liverpool taka á móti ríkjandi meisturum FA bikarkeppninnar, Crystal Palace.

Þrír aðrir úrvalsdeildarslagir verða þegar ríkjandi deildabikarmeistarar Newcastle taka á móti Tottenham, Arsenal tekur á móti Brighton, og Wolverhampton Wanderers taka á móti Chelsea.

Fulham heimsækir Wycombe, Manchester City heimsækir Swansea og Brentford stefnir á að stöðva öskubuskuævintýrið í Grimsby Town.

Velsku liðin Wrexham og Cardiff munu einnig kljást.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×