Fótbolti

Sandra María komin á blað í Þýska­landi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sandra María er markahæsti leikmaður Þórs/KA í Bestu deildinni í sumar og er nú einnig orðin markahæst hjá Köln á þessu tímabili. 
Sandra María er markahæsti leikmaður Þórs/KA í Bestu deildinni í sumar og er nú einnig orðin markahæst hjá Köln á þessu tímabili.  Vísir/Pawel

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk 1. FC Köln í 2-1 sigri á útivelli gegn SGS Essen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þetta voru fyrstu mörk Söndru en hún hefur verið í byrjunarliðinu í öllum fjórum leikjum liðsins hingað til á tímabilinu, eftir að hafa skipt til Köln frá Þór/KA fyrir tæpum mánuði.

Hún komst á blað snemma gegn Essen, eftir aðeins ellefu mínútur, og bætti svo öðru markinu við skömmu síðar, á fjórtándu mínútu.

Heimakonur minnkuðu muninn eftir rúmlega hálftíma leik en fleiri mörk voru ekki skoruð og Köln fór með 1-2 sigur, sinn fyrsta á tímabilinu eftir þrjá tapleiki í röð.

Köln hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjunum og Sandra María er því orðin markahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili, auk þess að vera markahæst hjá Þór/KA í sumar með tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×