Segja árásina hafa beinst gegn ICE Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 16:51 Kash Patel, yfirmaður FBI, birti í dag verulega óvanalega mynd af skotum sem hann segir hafa tilheyrt árásarmanninum í Dallas. Hann á að hafa skrifað „Anti-ICE“ á eitt af fimm skotum sem fundust við lík hans. FBI og AP Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira