Segja árásina hafa beinst gegn ICE Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 16:51 Kash Patel, yfirmaður FBI, birti í dag verulega óvanalega mynd af skotum sem hann segir hafa tilheyrt árásarmanninum í Dallas. Hann á að hafa skrifað „Anti-ICE“ á eitt af fimm skotum sem fundust við lík hans. FBI og AP Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira