Bonmatí vann þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 21:00 Sigurvegarar kvöldsins. @ballondor Þriðja árið í röð var Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og Spánar, valin besta knattspyrnukona heims. Ousmane Dembélé, leikmaður París Saint-Germain og Frakklands, var þá valinn besti knattspyrnumaður í heimi. Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins. Fótbolti Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins.
Fótbolti Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira