Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. september 2025 14:01 Magnús Jóhann, Bergur, Sverrir Páll og Bjarni Frímann standa að hátíðinni State of the art. stateoftheartfestival.is „Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými. Hátíðin er haldin í annað sinn og fer fram sjöunda til tólfta október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvað er State of the Art? Tónlistarhátíð þar sem sjá má fullt af spennandi og skemmtilegum tónleikum af ýmsum toga sem fólk á öllum aldri hefur gaman af. Á hátíðinni má finna dagskrárgerð sem fæst hvergi annars staðar. Við leggjum mikið upp úr að útbúa dagskrá sem er öðruvísi og sérstök. Til að mynda með því að stofna til samstarfs milli listafólks sem fáum myndi detta í hug að blanda saman og vera með tónleika á óvanalegum stöðum. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? Fyrir tveimur árum hélt ég tónleikaröð í Mengi þar sem ég spilaði allar plöturnar mínar ásamt gestum. Það þótti mér svo ótrúlega skemmtilegt að ég vildi endilega gera eitthvað meira og stærra. Sá neisti varð svo að bálinu State of the Art sem við félagarnir Sverrir Páll, Bjarni Frímann og Bergur Þórisson bjuggum til í sameiningu. Okkur þótti vanta vettvang fyrir meira samstarf þvert á stefnur og hátíð þar sem samtímatónlist og klassík tekur sér ekki of alvarlega og allir eru velkomnir. Hvernig voru viðbrögðin í fyrra? Við fengum frábærar viðtökur á fyrstu hátíðinni okkar. Nokkrir viðburðir slógu alveg sérstaklega í gegn eins og t.d. Barokk á Klúbbnum. Við erum að endurtaka þann viðburð vegna mikillar eftirspurnar í ár! Klassísk tónlist fær að hljóma í dansbúning á Auto í lifandi flutning strengja og trommuheila. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Persónulega þóttu mér líka tónleikar Bríetar og ADHD algjörlega ógleymanlegir en Bríet kemur einmitt aftur við sögu í Boðhlaupi söngvaskálda í ár. Þar koma einnig fram Jón Jónsson, GDRN, Mugison, KK, Una Torfa, Elín Hall og Bjarni Daníel, semsagt allar stærstu stjörnurnar og þau ætla öll að flytja splunkuný lög eftir hvort annað. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hverju ertu spenntastur fyrir í ár? Ég er spenntastur fyrir hinu alþjóðlega djasstríói Trio Holistic. Ég sá þau spila í Þýskalandi í hitt í fyrra og það var ótrúleg snilld. Þar koma saman ECM organistinn magnaði Kit Downes, norska trommuundrið Veslemoy Narvesen og lettneska flautudrottningin Ketija Ringa. Hin stórkostlega Róshildur ætlar að hita upp og þetta eiginlega getur ekki klikkað. Fríkirkjan á fimmtudegi, stöngin inn. Svo verð ég eiginlega að nefna nýtt dansverk sem ég er að frumflytja með Íris Ásmundar og Karítas Lottu í badmintonhöllinni TBR. Það verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hér má nálgast nánari upplýsingar um hátíðina. Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Tónlist Myndlist Dans Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hátíðin er haldin í annað sinn og fer fram sjöunda til tólfta október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvað er State of the Art? Tónlistarhátíð þar sem sjá má fullt af spennandi og skemmtilegum tónleikum af ýmsum toga sem fólk á öllum aldri hefur gaman af. Á hátíðinni má finna dagskrárgerð sem fæst hvergi annars staðar. Við leggjum mikið upp úr að útbúa dagskrá sem er öðruvísi og sérstök. Til að mynda með því að stofna til samstarfs milli listafólks sem fáum myndi detta í hug að blanda saman og vera með tónleika á óvanalegum stöðum. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? Fyrir tveimur árum hélt ég tónleikaröð í Mengi þar sem ég spilaði allar plöturnar mínar ásamt gestum. Það þótti mér svo ótrúlega skemmtilegt að ég vildi endilega gera eitthvað meira og stærra. Sá neisti varð svo að bálinu State of the Art sem við félagarnir Sverrir Páll, Bjarni Frímann og Bergur Þórisson bjuggum til í sameiningu. Okkur þótti vanta vettvang fyrir meira samstarf þvert á stefnur og hátíð þar sem samtímatónlist og klassík tekur sér ekki of alvarlega og allir eru velkomnir. Hvernig voru viðbrögðin í fyrra? Við fengum frábærar viðtökur á fyrstu hátíðinni okkar. Nokkrir viðburðir slógu alveg sérstaklega í gegn eins og t.d. Barokk á Klúbbnum. Við erum að endurtaka þann viðburð vegna mikillar eftirspurnar í ár! Klassísk tónlist fær að hljóma í dansbúning á Auto í lifandi flutning strengja og trommuheila. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Persónulega þóttu mér líka tónleikar Bríetar og ADHD algjörlega ógleymanlegir en Bríet kemur einmitt aftur við sögu í Boðhlaupi söngvaskálda í ár. Þar koma einnig fram Jón Jónsson, GDRN, Mugison, KK, Una Torfa, Elín Hall og Bjarni Daníel, semsagt allar stærstu stjörnurnar og þau ætla öll að flytja splunkuný lög eftir hvort annað. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hverju ertu spenntastur fyrir í ár? Ég er spenntastur fyrir hinu alþjóðlega djasstríói Trio Holistic. Ég sá þau spila í Þýskalandi í hitt í fyrra og það var ótrúleg snilld. Þar koma saman ECM organistinn magnaði Kit Downes, norska trommuundrið Veslemoy Narvesen og lettneska flautudrottningin Ketija Ringa. Hin stórkostlega Róshildur ætlar að hita upp og þetta eiginlega getur ekki klikkað. Fríkirkjan á fimmtudegi, stöngin inn. Svo verð ég eiginlega að nefna nýtt dansverk sem ég er að frumflytja með Íris Ásmundar og Karítas Lottu í badmintonhöllinni TBR. Það verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hér má nálgast nánari upplýsingar um hátíðina.
Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Tónlist Myndlist Dans Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira