„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. september 2025 22:53 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“
Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42