Píratar taka upp formannsembætti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 19:55 Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata og situr í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram krafta sína sem formaður eða varaformaður flokksins á næsta aðalfundi. Vísir/Ívar Fannar Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“ Píratar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“
Píratar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira