Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2025 20:05 Birta Sólveig Söring Þórisdóttir leikur Línu en hún er frá bænum Selalæk rétt við Hellu í Rangárþingi ytra. Hún stendur sig frábærlega í sínu hlutverki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. Leikritið um Línu Langsokk nýtur alltaf mikilla vinsælda þar sem það er sett upp en hér eru við að tala um aðalpersónu í bókaflokki rithöfundarins Astrid Lindgren. Lína er rauðhærð, freknótt, mjög fjörug og alveg óútreiknanleg í þeim uppátækjum, sem hún tekur upp á. Þá er hún mjög, mjög sterk. Leikritið um Línu var frumsýnt um helgina en leikritið er að fá mjög góðar viðtökur landsmanna ef marka má miðasöluna. „Það er orðið uppselt á yfir fimmtíu sýningar og þar með erum við búin að selja yfir tuttugu og fimm þúsund miða og erum að bæta við aukasýningum alveg eins hratt og við mögulega getum til þess að tryggja að allir fái að upplifa þessa stórkostlegu gleði og hjartnæmu sýningu,” segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri. Með hlutverk Línu fer Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrra og stendur hún sig frábærlega í sýningunni eins og allir aðrir leikarar. Leikstjóri sýningarinnar og danshöfundur eru í skýjunum með viðtökunum á Línu Langsokk. „Það er náttúrulega fullt af fólki á sviðinu, sem er búið að leggja sig hart fram og búið að æfa hérna í margar vikur. Það eru 25 á sviðinu og svo erum við með 18 börn, sem skipta á milli sín, þar að segja níu og níu í hverri sýningu,” segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar. Mikið er dansað í sýningunni og allskonar aðrar hreyfingar gerðar, sem er búið að æfa vel. „Það getur ekki bara hver sem er hoppað inn í þetta, það þarf að hafa fyrir því að ná þessu, en mjög skemmtilegt og þau standa sig mjög vel,” segir Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar. Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar (t.v.) og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem eru að taka þátt í sýningunni, eruð þið ekki sammála því? „Já, þau eru náttúrulega búin að vera ótrúlega stórkostleg þessir krakkar. Þau eru á aldrinum 10 til 15 ára. Þau eru búin að leggja hart að sér að æfa sig aftur og aftur, þau eru stjörnurnar í sýningunni,” segir Agnes. Á sýningum helgarinnar stóðu áhorfendur alltaf upp og klöppuðu og klöppuðum fyrir leikurum til að sýna þakklæti sitt fyrir frábæra sýningu. Hægt er að fá mynd af sér með Línu fyrir sýningar og í hléi. Hún er reyndar á pappaspjaldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðleikhúsið Menning Leikhús Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Leikritið um Línu Langsokk nýtur alltaf mikilla vinsælda þar sem það er sett upp en hér eru við að tala um aðalpersónu í bókaflokki rithöfundarins Astrid Lindgren. Lína er rauðhærð, freknótt, mjög fjörug og alveg óútreiknanleg í þeim uppátækjum, sem hún tekur upp á. Þá er hún mjög, mjög sterk. Leikritið um Línu var frumsýnt um helgina en leikritið er að fá mjög góðar viðtökur landsmanna ef marka má miðasöluna. „Það er orðið uppselt á yfir fimmtíu sýningar og þar með erum við búin að selja yfir tuttugu og fimm þúsund miða og erum að bæta við aukasýningum alveg eins hratt og við mögulega getum til þess að tryggja að allir fái að upplifa þessa stórkostlegu gleði og hjartnæmu sýningu,” segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri. Með hlutverk Línu fer Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrra og stendur hún sig frábærlega í sýningunni eins og allir aðrir leikarar. Leikstjóri sýningarinnar og danshöfundur eru í skýjunum með viðtökunum á Línu Langsokk. „Það er náttúrulega fullt af fólki á sviðinu, sem er búið að leggja sig hart fram og búið að æfa hérna í margar vikur. Það eru 25 á sviðinu og svo erum við með 18 börn, sem skipta á milli sín, þar að segja níu og níu í hverri sýningu,” segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar. Mikið er dansað í sýningunni og allskonar aðrar hreyfingar gerðar, sem er búið að æfa vel. „Það getur ekki bara hver sem er hoppað inn í þetta, það þarf að hafa fyrir því að ná þessu, en mjög skemmtilegt og þau standa sig mjög vel,” segir Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar. Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar (t.v.) og Elma Rún Kristinsdóttir, danshöfundur sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem eru að taka þátt í sýningunni, eruð þið ekki sammála því? „Já, þau eru náttúrulega búin að vera ótrúlega stórkostleg þessir krakkar. Þau eru á aldrinum 10 til 15 ára. Þau eru búin að leggja hart að sér að æfa sig aftur og aftur, þau eru stjörnurnar í sýningunni,” segir Agnes. Á sýningum helgarinnar stóðu áhorfendur alltaf upp og klöppuðu og klöppuðum fyrir leikurum til að sýna þakklæti sitt fyrir frábæra sýningu. Hægt er að fá mynd af sér með Línu fyrir sýningar og í hléi. Hún er reyndar á pappaspjaldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðleikhúsið Menning Leikhús Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira