Innlent

Töldu nauð­syn­legt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við talsmann lögreglunnar vegna viðbúnaðs sem viðhafður var í tengslum við veisluhöld Hells Angels í Kópavoginum um helgina.

Viðbúnaðurinn vakti mikla athygli en engin svör voru tiltæk hjá lögreglu þegar eftir því var leitað. Lögreglan segir nú að samtökin umdeildu hafi aukið umsvif sín og sýnileika upp á síðkastið og því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu. 

Einnig segjum við frá nýgerður samkomulagi sem refsifanginn Mohamad Kourani gerði á dögunum við íslenska ríkið. Hann hefur nú afsalað sér alþjóðlegri vernd og því verður honum vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar sem hann hlaut á sínum tíma. Á móti kemur endurkomubann sem gildir í áratugi. 

Einnig fjöllum við um áform um sameiningu Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri en bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með ráðherra um málið. 

Í sportpakka dagsins verður rýnt í lokaumferðina í Bestu deild karla sem hófst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×