Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 11:09 Masha Alekhina á sviði í Sviss árið 2022. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í maí 2023. EPA/GEORGIOS KEFALAS Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36
Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31