Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 10:00 Brian Kilmeade er einn af stjórnendum Fox & Friends, sem ku vera einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna. AP/Ted Shaffrey Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025 Bandaríkin Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025
Bandaríkin Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira