Vandræðalegt víti frá Messi Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:29 Lionel Messi fór illa með kjörið tækifæri til að koma Inter Miami yfir í gærkvöld. Getty/David Jensen Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega. Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Messi, sem átta sinnum hefur hlotið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, fór á vítapunktinn í leik Inter Miami við Charlotte, í stöðunni 0-0. Eins og sjá má hér að neðan ákvað Messi að reyna að blekkja markvörðinn, Kristijan Kahlina, þannig að hann myndi velja sér horn og skutla sér þangað, á meðan að vippa Messis færi í mitt markið. Kahlina ákvað hins vegar að vera ekkert að skutla sér, fylgdist með boltanum og varði svo auðveldlega. No luck on the panenka.Kristijan Kahlina stands his ground! 😳📺 #MLSSeasonPass: https://t.co/Hk7vdrFPCI pic.twitter.com/ltzmUpAPEn— Major League Soccer (@MLS) September 14, 2025 Þetta reyndist dýrkeypt fyrir Messi og félaga því þeir enduðu á að tapa leiknum 3-0. Ísraelinn Idan Toklomati skoraði þrennu fyrir Charlotte, þar af eitt mark úr víti, og Inter missti auk þess Tomás Avilés af velli með rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Slæm niðurstaða fyrir lærisveina Javiers Mascherano sem nú sitja í 8. sæti með 46 stig eftir 26 leiki en eiga 2-4 leiki til góða á öll hin liðin og hafa misst af fæstum stigum til þessa. Dagur kom inn á í lokin Dagur Dan Þórhallsson fékk lítið að spila í 1-1 jafntefli Orlando City við DC United á útivelli. Þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 57. mínútu náði Orlando ekki að skora sigurmark og Dagur gat litlu breytt um það því hann kom ekki inn á fyrr en á 90. mínútu. Orlando er í 6. sæti með 48 stig eftir 29 leiki en DC United er næstneðst, í 14. sæti með 25 stig.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira