Innlent

Ó­form­legar verk­falls­að­gerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.

Fjölskylduvinur mannsins sem er grunaður um að hafa myrt Charlie Kirk tilkynnti hann til lögreglu. Við fjöllum um málið og heyrum frá ríkisstjóra Utah sem vonar að málið verði vendipunktur í sögu Bandaríkjanna. 

Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Við heyrum í formanni BSRB sem mótmælir því harðlega.

Þá verður rætt við utanríkisráðherra um nýja öryggis- og varnarstefnu sem verður lögð fyrir Alþingi í mánuðinum. Efla þarf varnir vegna verulegrar ógnar, segir ráðherra.

Auk þess heyrum í íbúum í Árbæ um verulega óánægju vegna flutnings grenndargáma og verðum í beinni með tónlistarmanninum Valdimar sem ætlar að spila uppáhalds lögin sín í Hörpu í kvöld.

Patrick Pedersen segir ýmsar tilfinningar hafa bærst innra með sér eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra. Við heyrum í markahróknum í Sportpakkanum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 12. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×