Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 10:31 Alexander Isak hitar upp á hliðarlínunni í leik Svía gegn Slóvenum en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Fara þarf sparlega með hann eftir langt hlé frá leikjum. Getty/Damjan Zibert Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með hinn íslenskættaða Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, sem hefur annars aðallega mátt þola gagnrýni og skammir eftir landsleikjahléið. Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira