Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 22:30 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, heilsaði ljósmyndurum fyrir utan heimili hans, þar sem hann er í stofufangelsi. AP/Luis Nova Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi. Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna. Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04
Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05
Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17