Fótbolti

Eriksen búinn að finna sér nýtt fé­lag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen er leikjahæstur í sögu danska landsliðsins með 144 leiki.
Christian Eriksen er leikjahæstur í sögu danska landsliðsins með 144 leiki. epa/Liselotte Sabroe

Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen er genginn í raðir Wolfsburg. Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Manchester United eftir síðasta tímabil.

Hinn 33 ára Eriksen skrifaði undir tveggja ára samning við Wolfsburg sem er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnir í þýsku úrvalsdeildinni.

Eriksen lék með United í þrjú ár og vann enska deildabikarinn og bikarkeppnina með Rauðu djöflunum. Hann varð Ítalíumeistari með Inter 2021, lék til skamms tíma með Brentford og svo lengi með Tottenham.

„Wolfsburg er fyrsta félagið mitt í Þýskalandi. Ég hlakka til þessa nýja ævintýris. Ég er sannfærður um að saman getum við afrekað eitthvað,“ sagði Eriksen þegar hann skrifaði undir samninginn við Wolfsburg.

Eriksen fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM 2021 en náði bata og spilar með bjargráð.

Næsti leikur Wolfsburg er gegn Ísaki Bergmann Jóhannessyni og félögum í Köln á heimavelli á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×