Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 23:30 Franco Mastantuono þykir mjög efnilegur. Franklin Jacome/Getty Images Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira