Nuno rekinn frá Forest Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 07:17 Nuno fór með liðið úr fallbaráttu í Evrópudeildina á aðeins tveimur tímabilum en hefur nú verið rekinn. EPA/VINCE MIGNOTT Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins. Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira