Golf

Andrea tók sjötta sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrea Bergsdóttir lék vel um helgina.
Andrea Bergsdóttir lék vel um helgina. Getty/Patrick Bolger

Andrea Bergsdóttir lenti í 6. sæti á Rose Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni í golfi.

Andrea lék hringina þrjá á samtals þremur höggum undir pari og var átta höggum á eftir sigurvegaranum Emmu Falcher frá Frakklandi.

Ragnhildur Kristinsdóttir endaði í 13. sæti en hún lék á samtals tveimur höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á pari vallarins og varð í 24. sæti.

Ragnhildur er í 6. sæti á stigalista LET Access mótaraðarinnar, Andrea í 13. sætinu og Guðrún Brá vermir 132. sætið en hún hefur lítið keppt á þessu ári, öfugt við Ragnhildi og Andreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×