Erlent

Webb smellti af nýbura­myndum

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjörnur að fæðast í stjörnuþokunni Pismis 24 í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu sporðdrekanum.
Stjörnur að fæðast í stjörnuþokunni Pismis 24 í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu sporðdrekanum. NASA/AP

Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Stjörnurnar á mynd James Webb-geimsjónaukans eru hluti af klasa nýrra stjarna sem kallast Pismis 24. Þær eru hluti af Humarstjörnuþokunni, risavöxnu gas- og rykskí í um 5.500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu sporðdrekanum. Humarþokan er svo umfangsmikil að hún rúmast ekki öll á mynd Webb.

Webb-sjónaukinn tók til starfa árið 2021 og er stærsti geimsjónauki sögunnar. Ólíkt forvera sínum, Hubble-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi er Webb hannaður til þess að nema innrautt ljós. Það gerir honum meðal annars kleift að rýna í gegnum rykský og sjá stjörnur eins og í Pismis 24 sem væru annars huldar sjónauka í sýnilegu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×