Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2025 14:37 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn muni áfram halda uppi fullum vörnum þegar kemur að efnisþátt málsins. Vísir/Anton Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39