Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2025 14:37 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn muni áfram halda uppi fullum vörnum þegar kemur að efnisþátt málsins. Vísir/Anton Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39