Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 17:15 Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli hafa tekið þátt í störfum Ungs jafnaðarfólks undanfarin ár. Samsett Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn. Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn.
Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira