Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 4. september 2025 08:32 Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun