Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2025 23:01 Gianluigi Buffon er á meðal þeirra sem sent hafa hinum unga Thomasi batakveðjur og stuðning. Samsett/Getty/Twitter Markverðirnir Gianluigi Donnarumma og Gianluigi Buffon eru á meðal þeirra sem sent hafa þrettán ára ítölskum markverði hlýjar kveðjur eftir skelfilegt atvik á leik í yngri flokkum á Ítalíu, þar sem fertugur maður kýldi strákinn unga. Þetta óhemju hneykslanlega atvik átti sér stað eftir leik á U14 ára fótboltamóti í Collegno, nærri Tórínó. Upp úr sauð á milli leikmanna liðanna og komu þá fleiri að til að skakka leikinn en einnig fertugur faðir eins leikmannanna. Sá hljóp úr stúkunni og beint að hinum 13 ára gamla Thomas, og kýldi markvörðinn illa. Rissa in campo a Collegno, il video in cui un papà aggredisce un giocatore 13enne avversario 👉 https://t.co/wBOk8sSnem pic.twitter.com/g4xyoqFYKM— Tg La7 (@TgLa7) September 3, 2025 Thomas endaði á sjúkrahúsi en það mun þó ekki hafa verið bara vegna hnefahöggsins heldur einnig vegna beinbrots í rist. Ofbeldismaðurinn hefur nú verið kærður en pabbi Thomasar segir að markvörðurinn ungi hafi nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sé á batavegi. Hann sé hins vegar hræddur og óttist að eitthvað þessu líkt gæti gerst aftur. Í algjöru sjokki og umfram allt ráðvilltur Ítölsku markmannsgoðsagnirnar Buffon og Donnarumma hafa hvatt hinn unga kollega sinn til þess að láta þetta atvik ekki stöðva sig. „Ég er orðlaus,“ sagði Buffon við Gazzetta. „Ég er í algjöru áfalli yfir því sem gerðist og umfram allt ráðvilltur því svona hegðun á sér stað allt of oft á fótboltavöllum, eða á hliðarlínunni, og kallar á mikla naflaskoðun frekar en eðlislæga og eðlilega reiði,“ sagði Buffon og hélt áfram: „Ég vil senda stórt faðmlag og bestu óskir um skjótan bata til markmannsfélaga míns og hvet hann til að bregðast við ofbeldi með fyrirgefningu, því aðeins með slíkri ákvörðun í andstöðu við verknaðinn getum við vonast til að útrýma slíkri grimmd og skapa betri heim og umhverfi.“ Donnarumma tók í sama streng á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í dag og sagði: „Við stöndum allir með Thomas. Við erum allir með honum og ég sendi honum stórt faðmlag. Við hlökkum til að sjá hann brátt hér í Coverciano,“ en þar er æfingasvæði ítalska landsliðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Þetta óhemju hneykslanlega atvik átti sér stað eftir leik á U14 ára fótboltamóti í Collegno, nærri Tórínó. Upp úr sauð á milli leikmanna liðanna og komu þá fleiri að til að skakka leikinn en einnig fertugur faðir eins leikmannanna. Sá hljóp úr stúkunni og beint að hinum 13 ára gamla Thomas, og kýldi markvörðinn illa. Rissa in campo a Collegno, il video in cui un papà aggredisce un giocatore 13enne avversario 👉 https://t.co/wBOk8sSnem pic.twitter.com/g4xyoqFYKM— Tg La7 (@TgLa7) September 3, 2025 Thomas endaði á sjúkrahúsi en það mun þó ekki hafa verið bara vegna hnefahöggsins heldur einnig vegna beinbrots í rist. Ofbeldismaðurinn hefur nú verið kærður en pabbi Thomasar segir að markvörðurinn ungi hafi nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sé á batavegi. Hann sé hins vegar hræddur og óttist að eitthvað þessu líkt gæti gerst aftur. Í algjöru sjokki og umfram allt ráðvilltur Ítölsku markmannsgoðsagnirnar Buffon og Donnarumma hafa hvatt hinn unga kollega sinn til þess að láta þetta atvik ekki stöðva sig. „Ég er orðlaus,“ sagði Buffon við Gazzetta. „Ég er í algjöru áfalli yfir því sem gerðist og umfram allt ráðvilltur því svona hegðun á sér stað allt of oft á fótboltavöllum, eða á hliðarlínunni, og kallar á mikla naflaskoðun frekar en eðlislæga og eðlilega reiði,“ sagði Buffon og hélt áfram: „Ég vil senda stórt faðmlag og bestu óskir um skjótan bata til markmannsfélaga míns og hvet hann til að bregðast við ofbeldi með fyrirgefningu, því aðeins með slíkri ákvörðun í andstöðu við verknaðinn getum við vonast til að útrýma slíkri grimmd og skapa betri heim og umhverfi.“ Donnarumma tók í sama streng á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í dag og sagði: „Við stöndum allir með Thomas. Við erum allir með honum og ég sendi honum stórt faðmlag. Við hlökkum til að sjá hann brátt hér í Coverciano,“ en þar er æfingasvæði ítalska landsliðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira