Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 11:00 Erin McLeod er hér með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en Ali Riley sér um regnhlífina fyrir stjörnuparið. Getty/ Jeremy Reper Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Hún lék um tíma með Stjörnunni en endaði feril sinn með heimaliði sínu í Hailifax Tides. McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira