Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 22:05 Sett var upp viðurkenningarskilti við götumerkinguna. Kópavogsbær Bjarnhólastígur er gata ársins 2025 í Kópavogi og er þar með 31. gatan í Kópavogi sem hlýtur nafnbótina. Af því tilefni ávarpaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi íbúa götunnar og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og mættu fulltrúar hennar til stundarinnar sem fram fór í góðu veðri samkvæmt tilkynningu frá bænum. Þar segir að venju samkvæmt hafi verið gróðursett tré í götu ársins, garðalind hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni. Börn úr götunni gróðursettu tréð með liðsinni bæjarstjóra og Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra.Kópavogsbær Um götuna segir í tilkynningu: „Falleg götumynd þar sem nýtt og gamalt mætist einkennir Bjarnhólastíg sem er græn og gróin gata með vel við höldnum húsum. Gatan er barnvæn og örugg, og íbúarnir mynda samhent samfélag þar sem samskipti, hjálpsemi og samverustundir eru hluti af daglegu lífi. Kynslóðaskipti hafa fært götunni nýtt líf, þar sem yngri fjölskyldur hafa sest að og lífgað upp á mannlífið. Bjarnhólastígur ber með sér sögu og þróun Kópavogs. Flest hús við Bjarnhólastíg voru reist á sjötta áratug síðustu aldar, í kjölfar fyrstu skipulagsvinnu á svæðinu sem hófst árið 1948. Nafn götunnar er dregið af sumarbústað sem stóð vestan við Víghól áður en byggðin tók á sig núverandi mynd. Uppbyggingin á Digranesi markaði upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi og er Bjarnhólastígur hluti af þeirri sögu. Íbúar og borgarfulltrúar á leiksvæðinu þar sem tréð var gróðursett í dag. Kópavogsbær Á lóðinni milli Bjarnhólastígs 3 og 9 er í dag opið leiksvæði, en á sjöunda áratugnum og fram til aldamóta var þar starfræktur gæsluvöllur. Völlurinn var mikilvægur samkomustaður barna og fjölskyldna í hverfinu og hefur gegnt lykilhlutverki í félagslífi götunnar í gegnum tíðina. Leikskólinn Kópahvoll er staðsettur við Bjarnhólastíg 26, á hæð rétt við Víghól, friðað náttúrusvæði í grónu og rólegu hverfi í austurhluta Kópavogs. Skólinn var opnaður 1970 og markaði tímamót í sögu bæjarins sem fyrsti leikskólinn í Kópavogi sem byggður var sérstaklega sem slíkur.“ Ásdís bæjarstjóri heldur í tréð á meðan börnin moka moldinni yfir. Kópavogsbær Kópavogur Tengdar fréttir Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Í umsögn bæjarins segir að Gnitaheiði einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum. 6. september 2024 11:19 Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og mættu fulltrúar hennar til stundarinnar sem fram fór í góðu veðri samkvæmt tilkynningu frá bænum. Þar segir að venju samkvæmt hafi verið gróðursett tré í götu ársins, garðalind hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni. Börn úr götunni gróðursettu tréð með liðsinni bæjarstjóra og Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra.Kópavogsbær Um götuna segir í tilkynningu: „Falleg götumynd þar sem nýtt og gamalt mætist einkennir Bjarnhólastíg sem er græn og gróin gata með vel við höldnum húsum. Gatan er barnvæn og örugg, og íbúarnir mynda samhent samfélag þar sem samskipti, hjálpsemi og samverustundir eru hluti af daglegu lífi. Kynslóðaskipti hafa fært götunni nýtt líf, þar sem yngri fjölskyldur hafa sest að og lífgað upp á mannlífið. Bjarnhólastígur ber með sér sögu og þróun Kópavogs. Flest hús við Bjarnhólastíg voru reist á sjötta áratug síðustu aldar, í kjölfar fyrstu skipulagsvinnu á svæðinu sem hófst árið 1948. Nafn götunnar er dregið af sumarbústað sem stóð vestan við Víghól áður en byggðin tók á sig núverandi mynd. Uppbyggingin á Digranesi markaði upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi og er Bjarnhólastígur hluti af þeirri sögu. Íbúar og borgarfulltrúar á leiksvæðinu þar sem tréð var gróðursett í dag. Kópavogsbær Á lóðinni milli Bjarnhólastígs 3 og 9 er í dag opið leiksvæði, en á sjöunda áratugnum og fram til aldamóta var þar starfræktur gæsluvöllur. Völlurinn var mikilvægur samkomustaður barna og fjölskyldna í hverfinu og hefur gegnt lykilhlutverki í félagslífi götunnar í gegnum tíðina. Leikskólinn Kópahvoll er staðsettur við Bjarnhólastíg 26, á hæð rétt við Víghól, friðað náttúrusvæði í grónu og rólegu hverfi í austurhluta Kópavogs. Skólinn var opnaður 1970 og markaði tímamót í sögu bæjarins sem fyrsti leikskólinn í Kópavogi sem byggður var sérstaklega sem slíkur.“ Ásdís bæjarstjóri heldur í tréð á meðan börnin moka moldinni yfir. Kópavogsbær
Kópavogur Tengdar fréttir Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Í umsögn bæjarins segir að Gnitaheiði einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum. 6. september 2024 11:19 Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Gnitaheiði gata ársins í Kópavogi Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Í umsögn bæjarins segir að Gnitaheiði einkennist af snyrtilegum og vel hirtum lóðum. 6. september 2024 11:19
Heimalind gata ársins í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur valið Heimalind í Kópavogi sem götu ársins. 22. ágúst 2019 20:01