Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 10:31 Alexander Ceferin og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir málin í síðustu viku. KSÍ Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“ UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“
UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira