Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2025 22:02 Antony fagnar marki með Real Betis á síðasta tímabili. EPA/JULIO MUNOZ Manchester United seldi Alejandro Garnacho til Chelsea í gær og var í viðræðum um sölu á Antony til spænska félagsins Real Betis í kvöld. Það er þó ekki allir fjölmiðlar sammála um stöðu mála. United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira