Innlent

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Við förum einnig yfir nýja könnun Maskínu um ánægju, eða óánægju, með störf borgarfulltrúa og heyrum í lögreglu um handtöku vegna alvarlegrar líkamsárásar. Snákur var gerður upptækur við handtökuna.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 29. ágúst 2025

Þá verður rætt við skólastjóra Fellaskóla um nýja mælingu sem sýnir að einungis fimmtungur nemenda teljast með viðeigandi færni í lestri og við verðum í beinni með fulltrúa Veitna vegna heitavatnsleysis í Grafarvogi. Unnið er að viðgerðum sem reynast tímafrekar.

Í Sportpakkanum verðum við með ný tíðindi af drætti í Sambandsdeildinni þar sem í ljós kemur hvaða liði Blikar mæta.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×