Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2025 10:07 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Ívar Fannar Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. Björgvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur spurðu hann hvers vegna verðlækkun á innfluttum matvælum væri ekki meira áberandi í ljós sterkrar stöðu krónunnar. Björgvin sagði slíkar vörur vera að lækka. Um leið og Bónus fái vörur ódýrar að utan vegna styrkingu gjaldmiðils Íslendinga þá sé verðið í verslunum lækkað um leið. „Sú setning um að það sé ekki að lækka er tilfinning frekar en raunveruleikinn frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Björgvin. Verslunarrisinn keyri lækkun í gegn um leið og hann geti. Bónus sé í stöðugu samtali við byrgja sína að tryggja lægsta verð. Keyri á lækkanir eins hart og hægt sé „Þetta eru okkar ær og kýr. Við vöknum alla daga til að gera nákvæmlega þetta,“ segir Björgvin. Hann segir ótrúlega vel hafa tekist í kjölfar nýlegra kjarasamninga að halda samningum lágum til að verð til neytenda hækkaði eins lítið og hægt var. „Þetta var tímabil sem við vorum á fullu að reyna að komast að því hvernig við ætluðum ekki að ýta þessu út í verðlagið. Þar liggur pressan frá okkur. Ástæðan fyrir verði út er í raun ástæðan fyrir verði inn. Okkar verkefni er að keyra á lækkanir eins hart og við getum til að almenningur finni ekki fyrir þeim.“ Hann var spurður út í vörur framleiddar á Íslandi, hvort verð á þeim ætti ekki að lækka þegar verð á hráefni að utan lækki vegna styrkingar krónunnar. Sælgætisverð erfitt „Hráefnisverðið er stærsti hlutinn þ.a. í rauninni er þetta algjörlega rétt. Við sjáum að margir af okkar framleiðendum hafa þurft að lifa við mjög skrýtna tíma eins og kakóverð og kakómassaverð,“ segir Björgvin. Vísar hann til þess hve mikið súkkulaði hefur hækkað í verði vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á kakó. „Þess vegna hefur sælgæti eða nammi verið hæst í umræðunni. Vissulega hefur það hækkað og erfitt að brjótast frá því. En ég veit í gegnum okkar samtal við þessa aðila, framleiðenda á réttum eða framleiðendum á sælgæti... Við erum í þannig samtali við þessa aðila að lækka um leið og hægt er.“ Þá sé Bónus stöðugt að breyta neysluhegðun neytenda með því að fjarlægja hluti úr verslun sinni sem séu gríðarlega dýrir. Tveir lykilþættir til staðar Að lokum var Björgvin spurður hvort það væri lögmál að á Íslandi þyrfti að vera hátt matarverð. „Til að svara spurningunni þarf að horfa á tvo þætti, og ég veit að þetta er gríðarlega mikil einföldun. Til að geta verið með lágt verð þarftu tvo þætti: Einn af þeim er magn. Það þurfa að vera aðilar sem eiga nægjanlega mikið magn af viðskiptavinum til að geta verið mjög hagkvæmir. Svo er það samkeppnin. Við teljum að þessi markaður sem við horfum á hafi þessi element. Það er rosalega mikil samkeppni á þessum markaði. Við viljum koma því til skila að fólk fatti að það eru ákveðin element sem gefa okkur það að vera ekki gríðarlega dýr og ósamkeppnisfær upp á það að gera.“ Verðlag Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Björgvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur spurðu hann hvers vegna verðlækkun á innfluttum matvælum væri ekki meira áberandi í ljós sterkrar stöðu krónunnar. Björgvin sagði slíkar vörur vera að lækka. Um leið og Bónus fái vörur ódýrar að utan vegna styrkingu gjaldmiðils Íslendinga þá sé verðið í verslunum lækkað um leið. „Sú setning um að það sé ekki að lækka er tilfinning frekar en raunveruleikinn frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Björgvin. Verslunarrisinn keyri lækkun í gegn um leið og hann geti. Bónus sé í stöðugu samtali við byrgja sína að tryggja lægsta verð. Keyri á lækkanir eins hart og hægt sé „Þetta eru okkar ær og kýr. Við vöknum alla daga til að gera nákvæmlega þetta,“ segir Björgvin. Hann segir ótrúlega vel hafa tekist í kjölfar nýlegra kjarasamninga að halda samningum lágum til að verð til neytenda hækkaði eins lítið og hægt var. „Þetta var tímabil sem við vorum á fullu að reyna að komast að því hvernig við ætluðum ekki að ýta þessu út í verðlagið. Þar liggur pressan frá okkur. Ástæðan fyrir verði út er í raun ástæðan fyrir verði inn. Okkar verkefni er að keyra á lækkanir eins hart og við getum til að almenningur finni ekki fyrir þeim.“ Hann var spurður út í vörur framleiddar á Íslandi, hvort verð á þeim ætti ekki að lækka þegar verð á hráefni að utan lækki vegna styrkingar krónunnar. Sælgætisverð erfitt „Hráefnisverðið er stærsti hlutinn þ.a. í rauninni er þetta algjörlega rétt. Við sjáum að margir af okkar framleiðendum hafa þurft að lifa við mjög skrýtna tíma eins og kakóverð og kakómassaverð,“ segir Björgvin. Vísar hann til þess hve mikið súkkulaði hefur hækkað í verði vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á kakó. „Þess vegna hefur sælgæti eða nammi verið hæst í umræðunni. Vissulega hefur það hækkað og erfitt að brjótast frá því. En ég veit í gegnum okkar samtal við þessa aðila, framleiðenda á réttum eða framleiðendum á sælgæti... Við erum í þannig samtali við þessa aðila að lækka um leið og hægt er.“ Þá sé Bónus stöðugt að breyta neysluhegðun neytenda með því að fjarlægja hluti úr verslun sinni sem séu gríðarlega dýrir. Tveir lykilþættir til staðar Að lokum var Björgvin spurður hvort það væri lögmál að á Íslandi þyrfti að vera hátt matarverð. „Til að svara spurningunni þarf að horfa á tvo þætti, og ég veit að þetta er gríðarlega mikil einföldun. Til að geta verið með lágt verð þarftu tvo þætti: Einn af þeim er magn. Það þurfa að vera aðilar sem eiga nægjanlega mikið magn af viðskiptavinum til að geta verið mjög hagkvæmir. Svo er það samkeppnin. Við teljum að þessi markaður sem við horfum á hafi þessi element. Það er rosalega mikil samkeppni á þessum markaði. Við viljum koma því til skila að fólk fatti að það eru ákveðin element sem gefa okkur það að vera ekki gríðarlega dýr og ósamkeppnisfær upp á það að gera.“
Verðlag Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira