Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 08:01 Ruben Amorim horfði í gaupnir sér á meðan vítaspyrnukeppnin í viðureign Grimsby Town og Manchester United fór fram. Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira