Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2025 10:30 Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun