Sport

Rekinn úr fé­laginu sínu en valinn í lands­liðið á móti Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrien Rabiot fagnar hér marki með franska landsliðinu í Þjóðadeildinni í sumar.
Adrien Rabiot fagnar hér marki með franska landsliðinu í Þjóðadeildinni í sumar. EPA/DANIEL DAL ZENNARO

Sjóðheitur framherji Liverpool kemst ekki í franska landsliðshópinn er þar er aftur á móti leikmaður sem var rekinn úr félaginu sínu á dögunum.

Didier Deschamps valdi ekki Liverpool manninn Hugo Ekitike í landsliðshóp sinn fyrir leiki í undankeppni EM í september en sá seinni verður á móti Íslandi.

Ekitike hefur skorað í þremur fyrstu leikjum sínum með Liverpool, i leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Crystal Palace og í deildarleikjum á móti Bournemouth og Newcastle. 

Íslensku varnarmennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum en í hópnum eru hins vegar frábærir framherjar eins og Kylian Mbappé, Ousmane Dembélé, Désiré Doué, Bradley Barcola, Rayan Cherki, Michael Olise og Marcus Thuram. Samkeppnin um sæti í hópnum er því afar hörð.

Hinn 23 ára gamli Maghnes Akliouche, miðjumaður Mónakó, er eini nýliðinn í hópnum.

Deschamps valdi aftur á móti miðjumanninn Adrien Rabiot í hópinn. Rabiot er skráður leikmaður Marseille en spilar ekki aftur fyrir félagið.

Rabiot slóst illilega við liðsfélaga sinn eftir tapleik á dögunum og báðir leikmenn voru reknir úr félaginu. Þeir voru settir á sölulista og spila ekki oftar fyrir félagið.

  • Landsliðshópur Frakka:
  • Markmenn: Lucas Chevalier, Mike Maignan, Brice Samba.
  • Varnarmenn: Lucas Digne, Malo Gusto, Lucas Hernández, Théo Hernández, Ibrahima Konaté, Jules Koundé, William Saliba, Dayot Upamecano.
  • Miðjumenn: Mattéo Guendouzi, Manu Koné, Adrien Rabiot, Aurélien Tchouaméni, Khéphren Thuram.
  • Sóknarmenn:  Maghnes Akliouche, Bradley Barcola, Rayan Cherki, Ousmane Dembélé, Désiré Doué, Kylian Mbappé, Michael Olise, Marcus Thuram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×