Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2025 15:17 Móðir huggar son sinn eftir árásina. AP/Richard Tsong-Taatarii Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Brian O‘Hara, lögreglustjóri Minneapolis, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framin í messu í kirkju við skólann. Hann sagði mann hafa skotið úr riffli inn um glugga kirkjunnar á börn og aðra kirkjugesti sem sátu þar inni. Hann var einnig vopnaður haglabyssu og skammbyssu, samkvæmt lögreglustjóranum, og hleypti af öllum þeirra. Þá hafði hann sett tálma á að minnsta kosti eina hurð kirkjunnar áður en hann hóf skothríðina og er hann sagður hafa hleypt af tugum skota. Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað við skólann.AP/Bruce Kluckhohn Tvö börn eru látin. Annað þeirra var átta ára gamalt og hitt tíu ára. Sautján eru særðir, þar af fjórtán börn og tvö þeirra eru í alvarlegu ásigkomulagi. „Heigullinn sem hleypti þessum skotum af, svipti sig svo lífi fyrir aftan kirkjuna,“ sagði O‘Hara. Árásarmaðurinn var á þrítugsaldri og var ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt lögreglustjóranum. Verið er að kanna hvert tilefni ódæðisins var og er talið að hann hafi verið einn að verki. Foreldrum var gert að sækja börn sín í skólann eftir skothríðina.AP/Alex Kormann Fjórða skotárásin á einum degi Þetta er að minnsta kosti fjórða mannskæða skotárásin í borginni á einum sólarhring. Einn lét lífið og sex særðust í árás fyrir utan annan skóla í gær og tveir aðrir létu svo lífið í tveimur mismunandi árásum seinna í gær. Árásin átti sér stað við kirkju á skólalóðinni, þar sem börn höfðu komið saman í messu í upphafi skóladags. Faðir eins skólabarns sem býr nærri skólanum og sagðist þekka til skotvopna sagði skothríðina hafa hljómað eins og árásarmaðurinn hafi notað hálf sjálfvirkan riffil. Skothríðin hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og telur faðirinn sig hafa heyrt þrjátíu til fimmtíu skot. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Brian O‘Hara, lögreglustjóri Minneapolis, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framin í messu í kirkju við skólann. Hann sagði mann hafa skotið úr riffli inn um glugga kirkjunnar á börn og aðra kirkjugesti sem sátu þar inni. Hann var einnig vopnaður haglabyssu og skammbyssu, samkvæmt lögreglustjóranum, og hleypti af öllum þeirra. Þá hafði hann sett tálma á að minnsta kosti eina hurð kirkjunnar áður en hann hóf skothríðina og er hann sagður hafa hleypt af tugum skota. Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað við skólann.AP/Bruce Kluckhohn Tvö börn eru látin. Annað þeirra var átta ára gamalt og hitt tíu ára. Sautján eru særðir, þar af fjórtán börn og tvö þeirra eru í alvarlegu ásigkomulagi. „Heigullinn sem hleypti þessum skotum af, svipti sig svo lífi fyrir aftan kirkjuna,“ sagði O‘Hara. Árásarmaðurinn var á þrítugsaldri og var ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt lögreglustjóranum. Verið er að kanna hvert tilefni ódæðisins var og er talið að hann hafi verið einn að verki. Foreldrum var gert að sækja börn sín í skólann eftir skothríðina.AP/Alex Kormann Fjórða skotárásin á einum degi Þetta er að minnsta kosti fjórða mannskæða skotárásin í borginni á einum sólarhring. Einn lét lífið og sex særðust í árás fyrir utan annan skóla í gær og tveir aðrir létu svo lífið í tveimur mismunandi árásum seinna í gær. Árásin átti sér stað við kirkju á skólalóðinni, þar sem börn höfðu komið saman í messu í upphafi skóladags. Faðir eins skólabarns sem býr nærri skólanum og sagðist þekka til skotvopna sagði skothríðina hafa hljómað eins og árásarmaðurinn hafi notað hálf sjálfvirkan riffil. Skothríðin hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og telur faðirinn sig hafa heyrt þrjátíu til fimmtíu skot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira