Enski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ngumoha var hetja Liverpool í kvöld og hér fagnar hann sigrinum.
Rio Ngumoha var hetja Liverpool í kvöld og hér fagnar hann sigrinum. EPA/ADAM VAUGHAN

Hetja Liverpool kom sér í sögubækurnar með sigurmarki sínu á St. James´Park í Newcastle í kvöld.

Rio Nguhoma varð í kvöld fjórði yngsti leikmaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni en hann bætti hins vegar félagsmetið hjá Liverpool.

Nguhoma var aðeins sextán ára og 363 daga í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í uppbótatíma og kom Liverpool í 3-2 með sigurmarkið á tíundu mínútu í uppbótatíma.

Fyrir þetta kvöld í kvöld var Ben Woodburn yngsti markaskorari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði 17 ára og 45 daga gamall á móti Leeds United árið 2016.

Aðeins þrír yngri leikmenn en Rio hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni eða þeir James Vaughan (16 ára og 270 daga), James Milner (16 ára og 356 daga) og Wayne Rooney (16 ára og 360 daga).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×