Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:03 Lukas Kwasniok fagnar sigurmarki Kölnarliðsins í blálokin á leik liðsns í fyrstu umferð þýsku deildarinnar. Getty/Alex Grimm Knattspyrnustjóri Kölnar fer aðeins aðrar leiðir í klæðaburði á hliðarlínunni í þýsku Bundesligunni. Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira