Sport

Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Honey Deuce kokteillinn vinsæli er drukkinn á áhorfendapöllunum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.
Honey Deuce kokteillinn vinsæli er drukkinn á áhorfendapöllunum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Getty/Monica Schipper

Vinsæll drykkur á einu af risamótinu í tennis skilar miklum sölutekjum í kassann hjá mótshöldurum.

Opna bandaríska meistaramótið í tennis, US Open, verður í aðalhlutverki næstu tvær vikurnar en mótið er haldið árlega í New York í Bandaríkjunum.

Í fyrra sló kokteill í gegn sem var sérstaklega settur saman fyrir US Open mótið.

Kokteillinn hefur fengið nafnið Honey Deuce og sló vægast sagt í gegn. Áhorfendur á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra keyptu næstum því sex hundruð þúsund glös af drykknum.

Hvert glas kostaði 23 dollara eða meira en 2800 íslenskar krónur.

Mótshaldarar fengu því meira en tólf milljónir Bandaríkjadala í tekjur af sölu kokteilsins eða meira einn og hálfan milljarð króna.

Opna bandaríska risamótið lýkur með úrslitaleiknum 6. og 7. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×