Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 11:30 Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft. epa/ERIK S. LESSER Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun. Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira