„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 12:00 Alexander Isak skoraði 27 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili. epa/ADAM VAUGHAN Alexander Isak mun spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool um næstu helgi. Þetta telja sérfræðingar Sunnudagsmessunnar. Einn af föstu liðunum í Sunnudagsmessunni er „Fylltu í eyðurnar“. Þar eiga sérfræðingarnir að setja inn orð sem vantar í fullyrðingu eða spurningu. Í gær voru þau Albert Brynjar Ingason og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir meðal annars spurð með hvaða liði Isak spili um næstu helgi. Framtíð sænska framherjans er í óvissu en hann vill ólmur komast til Liverpool frá Newcaste United. „Hann spilar síðustu tíu mínúturnar með Liverpool,“ svaraði Adda þegar Kjartan Atli Kjartansson spurði hana hvar Isak myndi spila um næstu helgi. „Hann spilar síðustu þrjátíu mínúturnar fyrir Liverpool. Er Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] ekki eiginlega búinn að gefast upp? Í umræðunni er hvort það eigi að láta hann rotna í varaliðinu og eitthvað svona en það hefur slæm áhrif á hópinn. Nennirðu að eiga við þetta í allan vetur, einhverjar fréttir um Isak sem er ekki einu sinni að spila fyrir þig?“ sagði Albert. „Svo þarftu að búa til pláss til að kaupa nýja leikmenn. Þú getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Fyllt í eyðurnar Í „Fylltu í eyðurnar“ voru sérfræðingarnir einnig beðnir um að svara því hvað stuðningsmenn Tottenham gætu leyft sér að dreyma um og hvaða lið þyrfti mest á því að halda að styrkja sig áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Newcastle og Liverpool mætast í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. 25. ágúst 2025 09:02 „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. 22. ágúst 2025 10:02 Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. 21. ágúst 2025 22:00 Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur. 20. ágúst 2025 18:27 Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Einn af föstu liðunum í Sunnudagsmessunni er „Fylltu í eyðurnar“. Þar eiga sérfræðingarnir að setja inn orð sem vantar í fullyrðingu eða spurningu. Í gær voru þau Albert Brynjar Ingason og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir meðal annars spurð með hvaða liði Isak spili um næstu helgi. Framtíð sænska framherjans er í óvissu en hann vill ólmur komast til Liverpool frá Newcaste United. „Hann spilar síðustu tíu mínúturnar með Liverpool,“ svaraði Adda þegar Kjartan Atli Kjartansson spurði hana hvar Isak myndi spila um næstu helgi. „Hann spilar síðustu þrjátíu mínúturnar fyrir Liverpool. Er Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] ekki eiginlega búinn að gefast upp? Í umræðunni er hvort það eigi að láta hann rotna í varaliðinu og eitthvað svona en það hefur slæm áhrif á hópinn. Nennirðu að eiga við þetta í allan vetur, einhverjar fréttir um Isak sem er ekki einu sinni að spila fyrir þig?“ sagði Albert. „Svo þarftu að búa til pláss til að kaupa nýja leikmenn. Þú getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Fyllt í eyðurnar Í „Fylltu í eyðurnar“ voru sérfræðingarnir einnig beðnir um að svara því hvað stuðningsmenn Tottenham gætu leyft sér að dreyma um og hvaða lið þyrfti mest á því að halda að styrkja sig áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Newcastle og Liverpool mætast í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. 25. ágúst 2025 09:02 „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. 22. ágúst 2025 10:02 Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. 21. ágúst 2025 22:00 Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur. 20. ágúst 2025 18:27 Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. 25. ágúst 2025 09:02
„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. 22. ágúst 2025 10:02
Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. 21. ágúst 2025 22:00
Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur. 20. ágúst 2025 18:27
Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48